Um Scriptorium

 

Um Scriptorium

Scriptorium ehf. var stofnað árið 1996 af tveimur þýðendum sem bjuggu yfir áralangri reynslu af þýðingum, yfirlestri og ritstjórn bóka og tímarita. Orðið Scriptorium þýðir „ritstofa” og var t.d. notað um ritstofu í klaustri, þar sem handrit voru skrifuð eða afrituð. Þótti það því tilvalið nafn á fyrirtæki sem sérhæfir sig í þýðingum og textavinnslu.

Markmið Scriptorium er að veita persónulega þjónustu og nýta fremstu tækni við þýðingar. Með því að sérsníða þjónustuna að þörfum viðskiptavina verður mögulegt að skila verkefnum hratt og örugglega. Og tryggja að þau þjóni sínum tilgangi.

 
 
 

Þýðendur

 
 
image002.jpg

Keneva Kunz, PhD

Keneva fæddist í Winnipeg, Kanada, og hefur starfað sem þýðandi í yfir tuttug og fimm ár. Samhliða vinnu hefur hún kennt þýðingarfræði við Háskóla Íslands og er var einn af þremur prófdómurum í prófi til löggildingar skjalaþýðenda milli ensku og íslensku. Hún hefur verið meðlimur í Félagi löggiltra skjalaþýðenda á Íslandi, Institution of Translation and Interpreting (ITI) í Bretlandi og American Translators’ Association (ATA) í Bandaríkjunum.

Helstu störf

2008- Scriptorium ehf.
2004-2008 Landsbanki Íslands hf. -
yfirþýðandi og ritstjóri á skrifstofu bankastjóra
2000-2003 Scriptorium ehf. - hóf aftur störf hjá Scriptorium ehf.
1998-2000 Nordregio, Stokkhólmi - þýðandi og ritstjóri hjá Nordregio, stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar
1994-1998 Scriptorium ehf. - stofnaði Scriptorium ehf. og vann þar eingöngu til ársins 1998
1991-1994 Utanríkisráðuneytið, Reykjavík og Brussels - þýðingar á löggjöf Evrópubandalags vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu

Ferilskrá sem PDF

 
 
2017lit.jpg

Helgi Skúli Kjartansson, cand. mag.

Helgi Skúli er fæddur í Reykjavík 1949 og lauk framhaldsnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1976. Hann hefur lengst af starfað sem sagnfræðingur, við rannsóknir og háskólakennslu. Eftir hann liggja mörg útgefin verk, frumsamin og þýdd, en auk þess hefur hann langa og margvíslega reynslu af ritstjórnar- og útgáfustörfum, m.a. sem ritstjóri og yfirlesari íslenskra tímarita og þýðinga.

Helstu störf

2008–2019: Prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands (Menntavísindasvið)
1985–2008: Háskólakennari (lektor, dósent, prófessor) í sagnfræði við Kennaraháskóla Íslands
1976–1985: Við ýmiss konar ritstörf og rannsóknir, einkum fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga